Heljartak bænda......

Er ekki nóg komið af þessu rugli??!! Á bændastéttinni að líðast það að geta ráðið því hvað við viljum éta??! Á að halda landsmönnum í eins konar fæðuánauð??! Ef þeir geta ekki framleitt það, sem fólk vill borða, þá á að leyfa að flytja það inn ÁN OFURTOLLA!!!! Þetta er í raun og veru ótrúlegt ástand hvað varðar kjöt, grænmeti og mjólkurvörur. Ég býst við að Landbúnaðarráðherra beri fyrir sig hinu bráðfyndna hugtaki "fæðuöryggi" Það virðist eiga að vera þröskuldurinn, sem á að duga til þess að hindra hvaða innflutning sem er. Halda menn virkilega að bændastéttin leggist ef þessi innflutningur verður leyfður??!! Það er engu líkara en að menn séu heilabilaðir....þetta er það ástand, sem bæði Framsóknarmenn og VG vilja halda í landinu.....ó vér aumir.....
mbl.is Segja skort á nautakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar nú einsog pöntuð frétt.

Var áðan úti Nóatúni , sá þar stappað kjötborð.

Ef skortur væri, þá ætti það að sjást þar. Er það ekki ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 14:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og ég hef ekki orðið vör við skort á lambakjöti.  Þetta er ekkert annað en pólitísk aðför að bændum. Reyndar hafa þeir minnst um það að segja hvaða kjöt er á boðstólum það eru Sláturleyfishafar sem stýra þessu og það eru þeir sem flytja kjötið úr landi.  Þetta er nú ljóta aðförin að einni stétt landsmanna og hafi þeir skömm fyrir sem stuðla að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband