23.7.2011 | 00:27
Hægri öfgamaður......þjóðernishyggja....
Maður hlýtur að spyrja sig hvort svona hryllilegt atvik gæti ekki komið upp á Íslandi?! Lýsingin á manninum rímar við ýmsa þá, sem blogga á netinu hérlendis. Hægri öfgamaður, þjóðernishyggja, andúð á Íslam..... Maður verður að vona að enginn þeirra sé svo rosalega klikkaður eins og þessi Norðmaður. Nægur er samt skætingurinn og orðahroðinn í garð systurflokks Norska Verkamannaflokksins. Var það ekki Loftur Altice, sem vildi sjá Jóhönnu og Steingrím hanga!!??....eða þetta frá honum....."Auglýst er eftir sterku skordýraeitri sem hægt er að nota á fífl eins og Össur Skarphéðinsson".....Vonandi hefur þetta illa kæsta erkifífl ekki byssuleyfi.
Sagður vera hægriöfgamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo sem alveg skiljanlegt að fólk þarna hefur bilast vegna yfirgengi múslíma í Noregi en er algjör óþarfi að drepa saklaust fólk hann er engu skárri en þessir öfgamenn.
En eitt skil ekki til hvers að blanda World Of Warcraft við þessa frétt ef WoW elur hryðjaverkamenn þá erum við í slæmum málum ef maður á von á 12 miljónum hryðjaverkamönnum.
kari (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 00:42
Jú Kári, þeir urðu auðvitað að lauma tölvuleikjunum inn í þetta... að sjálfsögðu allt tölvuleikjunum að kenna, eins og venjulega.
Árni Viðar Björgvinsson, 23.7.2011 kl. 00:48
Jú, ég get lofað ykkur því að það eru einhverjir hægri-öfgva-sinnar á íslandi (nóg er til af þeim fíflum), búnir að vera að hugsa um þetta, bara ekki látið verða að því ennþá, spurninginn er bara þessi: hvenær "snappa" þeir
Dexter Morgan, 23.7.2011 kl. 01:08
Við skulum vona að það séu ekki svona brjálæðingar hér á hægri vængnum. Það setti samt að mér óhug þegar furðufuglarnir á AMX sökuðu Össur um hræsni með því að lýsa yfir samúð með Norðmönnum, vegna þess að hann hefði skömmu áður lýst yfir stuðningi við stjórn Hamas í Palestínu, sem þeir telja vera hryðjuverkasamtök.
Sjálfir styðja AMX menn stærstu hryðjuverkasamtök í Miðausturlöndum, Ísraelsstjórn. Þó svo að þeir séu líklega ekki að fara að skjóta neinn hér á Íslandi, þá deila þeir mörgum skoðunum að hluta til með brjálæðingnum í Noregi. Þeir ættu því ekki að vera að rífa kjaft núna.
Theódór Norðkvist, 23.7.2011 kl. 01:11
Það leynast öfgamenn í öllum hópum og þeir eru aðal hættan hvort sem þú hallar til vinstri eða hægri, faðmar tré og/eða veiðir hval, tilbiður einn Guð eða annan eða engan, þannig hefur þetta alltaf verið.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 01:20
,,I nettdebatter markerer Anders Behring Breivik seg som belest, og en med sterke meninger om norsk politikk. Han fremmer svært konservative meninger, som han også kaller nasjonalistiske. Han uttrykker seg sterkt imot multikulturalisme - at kulturelle forskjeller kan leve sammen i et samfunn.
Breivik har blant annet hatt mange innlegg på nettstedet Document.no, som er et islamkritisk nettsted som publiserer nyheter og kommentarer.
I et av innleggene uttrykker han at politikken i dag ikke lenger dreier seg om sosialisme mot kapitalisme, men at kampen står mellom nasjonalisme og internasjonalisme. Han uttrykker klart støtte til den nasjonalistiske tankegangen.
Anders Behring Breivik har også kommentert på svenske nyhetsartikler, der han gjør det klart at han mener mediene har sviktet ved ikke å være «nok» islamkritiske."
http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=10080610
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 01:44
Það setur að manni óhug við það sem gerst hefur í Noregi. Ég hélt fyrst að þarna væri al-Qaeda að verki, en nú er að koma í ljós að þarna eru að verki hægriöfgamenn í Noregi. Svo virðist sem að hriðjuverkin þarna beinist fyrst og fremst að stjórnvöldum, og þá aðalega að systurflokki Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokkinum í Noregi. Ég hef fylgst vel með stjórnmálaumræðuni hér, bæði í fjölmiðlum og annarstaðar og jafnframt fylgst með umræðum á bloggvefum. Og það verður að segjast eins og er að miða við það orðbragð sem frá nokkrum hægri(öfga)mönnum sem skrifa meðal annars hér á mbl blogginu lofar ekki góðu um framhaldið hér á landi. Hafa margir af þeim sem hér hafa skrifað meðal annars gælt við þá hugmynd að taka núverandi stjórnarleiðtoga af lífi. Nokkrir að þekktum bloggurum sem hér skrifa og eru mjög svo hægrisinnaðir tala einmitt mikið um þjóðernishyggju og að standa skuli vörð um það sem íslenskt, og þá aðalega í umræðuni um aðildarviðræurnar við ESB. Við Jafnaðarmenn verðum að standa saman á þessari erfiðu stundu og senda hlýjar hugsanir til norðmanna og við skulum ekki láta einhverja nasista uppvakninga, bæði hér á landi og í Noregi, halda vöku fyrir okkur....lengi lifi jafnaðarmannastefnan.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 06:37
Það hlaut að koma að því að eitthvað þessu líkt kæmi fyrir í Noregi. Óánægjan í landinu er orðin þvílík. Lýðræðið í skötulíki, sbr. að sá flokkur sem hefur mest fylgi almennings er hvað eftir annað útilokaður frá ríkisstjórn, útlendingar streyma hömlulaust inn í landið, og fleira í þeim dúr. Þetta er hörmulegt, en við hverju má búast við þessar aðstæður?
óli (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 07:34
Vá.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 09:36
Hér má sjá skrif hans á öfgasíðunni dokument.no:
http://www.document.no/anders-behring-breivik/
Kllaði ma. Gro Harlem Brundtland ,,landsmorderen"
,,Dere påstår at alle nordmenn som ikke følger landsmo(r)deren Gro Harlem Brundtlands definisjon, er rasister" Segir hann.
Flest eru skrif hans þarna afar kunnugleg. þ.e.a.s. ef maður hefur litið stundum á öfgaskrif á ísl. bloggi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 09:52
Þetta mál sýnir okkur svo vel hvernig allir öfgar eru jafn slæmir, sama í hvaða nafni þeir eru háðir. Fyrir þig að gefa hér í skyn að þetta sé eitthvað sem þeir er hafa skoðanir almennt á innflytjenda málumEvrópu hafi óskað sér er auðvitað út í hött. Það eru allir jafn slegnir yfir þessu.
Drápsmaðurinn er algjörlega veruleikafirrtur enda var þetta sennilega það versta sem hann gat gert fyrir eigin málstað og sigurinn er þeirra er hann síst hafði viljað.
Halla Rut , 23.7.2011 kl. 11:42
"Lýsingin á manninum rímar við ýmsa þá, sem blogga á netinu hérlendis."
"Flest eru skrif hans þarna afar kunnugleg. þ.e.a.s. ef maður hefur litið stundum á öfgaskrif á ísl. bloggi."
Fáum við blogglögreglu ríkisins? Eða er nú þegar upplýsingum um skrif og skoðanir bloggara haldið til haga og þeim raðað á lista yfir óæskilega? Þeir sem fylgjast með blogginu sjá þar marga með bæði undarlegar skoðanir og einstaka heimsku. Marga sem þeir mundu t.d. aldrei vilja ráða í vinnu eða vilja eiga einhver viðskipti við. Munum við sjá handtökur bloggara? Vistanir á viðeigandi stofnunum? Eða ætlum við að bíða þar til einhver framsóknar/rótarí/bridge spilandi bloggari snappar og sallar niður fjölda manns?
Dúlla (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 12:03
Vægast sagt sjúkur þessi maður. Ef hægt er að kalla þetta mann.
Að ráðast á börn og unglinga, vopnaður hálfsjálfvirkum vopnum er heigulsverk. Greinilegt að sama sem engin öryggisgæzla hefur verið á svæðinu. Enda náði maðurinn að drepa í kringum 80 ungmenni áður en hann er stöðvaður af lögreglu, sem hefur þurft að koma af meginlandinu.
Hugur manns er hjá frændum okkar Norðmönnum.
Mæli með þessari FB síðu:
https://www.facebook.com/event.php?eid=232504706772860
Kveðja
Einar
ThoR-E, 23.7.2011 kl. 12:12
Ég er sammála færsluhöfundi og vill reyndar ganga lengra. Hér hafa hægriöfgaöfl vaðið uppi og jafnvel með liflátshótunum við stjórnmálamenn án þess að nokkuð sé gert. Hér starfa jafnvel stórhættuleg öfgasamtök. Gleymum ekki að fáni nasista blakti á Austurvelli í síðustu motmælum og ég veit ekki til þess að það hafi haft neina eftirmála. Það er mjög alvarlegt mál að gefa þessu white trash hillbillies rusli frítt spil, við sáum nú því miður hvernig það fór í Noregi. Hér eru sterkir fjölmiðlar sem kynda undir þessa öfga, má nefna mbl og omega að vissu leiti. Hér veður uppi storhættuleg þjóðernishyggja sem kom ágætlega í ljós eftir fyrstu fréttir af atburðunum í gær þegar hópur bloggara hafði ákveðið að þetta væru múslimar að verki og létu þannig munnsöfnuð frá sér að það er varla hægt að hafa það eftir. Ég held að það þurfi að kíkja í skápana hjá þessu liði.
Óskar, 23.7.2011 kl. 12:25
,,Fáum við blogglögreglu ríkisins?"
Þetta er ekki málið eða punkturinn.
Málið er hve alskyns öfgaskoðanir vaða uppi og þess eðlis að öllum þokkalega skynsömum mönnum ætti að vera ljóst að þær sýna eða lýsa kolbrenglaðri mynd af heimi og umhverfi. Sumt er einhver dómadagsdella og þvaður sem hamrað er fram trekk í trekk og aftur og aftur og jafnvel fjölmiðlar kynda undir og viðurkenna þessa raunveruleikaskekkju sem eitthvað relevant og eitthvað sem vert sé umræðu. þar sem á bak við er þjóðremingur, öfgahyggja, þjóðernisöfgar o.s.frv
Smám saman hefur þetta áhrif og afleiðingar. Sumir fara smám saman að ýminda sér að þeir séu að berjast gegn einhverri ,,ógn" sem enginn fatti almennilega nema þeir og sömu aðilar fá stuðning allstaðar frá í umhverfinsu svo sem öfgabloggum, öfgakommentum og jafnvel hefðbundnum fjölmiðlum.
Fólk ætti að fara að hugsa aðeins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 12:45
Færsla 15. Mér sýnist þú vera lýsa áróðri ESB sinna hér á Íslandi!
Eggert Guðmundsson, 23.7.2011 kl. 13:07
Hann var í Fremskrittspartiet.
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article4181267.ece
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 13:14
þjóðremingur, öfgahyggja, þjóðernisöfgar o.s.frv.........ýminda sér að þeir séu að berjast gegn einhverri ,,ógn"........
Andstæðingar ESB falla fullkomlega undir þetta, greyin.
PittY (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 13:31
Aha. Eg skil.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2011 kl. 13:45
Svo er þetta kvikindi ekki hugaðri en svo (eins og við á um flesta hægrimenn), að hann gat ekki einu sinni drepið sjálfan sig, heldur lét ná sér á lífi. HEIGULL.
Dexter Morgan, 23.7.2011 kl. 16:50
Það er svo rangt að blanda pólítík inn í þetta. Þessi maður er náttúrulega bara geðsjúklingur. Ef fólk heldur að hann hafi bara verið að þessu afþví hann var svona svakalega mikill öfga-maður þá er eitthvað að. Allir öfgamenn eru hinsvegar slæmir en ekki það slæmir að þeir gera eitthvað þessu líkt.
Ég held að fólk ætti frekar að sýna samúð með Normönnum og fyrirlíta þennan mann og geyma það að fyrirlíta skoðanir hans. Afþví að þetta er svo sannarlega ekki skoðununum að kenna. Maðurinn er veikur.
Jakob (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 17:10
En er ekki rangt gagnvart geðsjúkum að segja að hann sé geðsjúkur? Ekkert hefur komið fram um það, þvert á móti.
Sveinn R. Pálsson, 23.7.2011 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.