25.1.2011 | 18:09
Pólitískar keilur......
Varaformaður Sjálfgræðgisflokksins og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn ryðjast fram á völlinn til að slá pólitískar keilur. Kvartandi yfir föllnum kostnaði við stjórnlagaþingið....hafandi þó verið í ríkisstjórnum undanfarinna áratuga, sem klúðrað hafa milljarðatugum....a.m.k. Fagnandi því að líkast til að búið sé að slá stjórnlagaþingið af....slá það af að landsmenn geti með beinum hætti haft áhrif á stjórnarskrá landsins, framhjá fjórflokkunum....og að stjórnarskráin verði þá óbreytt. Sjálfgræðgisflokkurinn vonar að eigendur hans haldi fiskinum í sjónum og nái að koma höndum sínum yfir orkuauðlindir þjóðarinnar. Það hefur algerlega legið ljóst fyrir að þetta og ekkert annað hefur verið markmið flokkseigendanna. Ólöf Nordal fylgir þessu markmiði fast eftir. Dapurlegt að sjá ættingja Sigurðar og Jóhannesar Nordal koðna niður í græðginni.....Og Hæstiréttur með útsendara Sjálfgræðgisflokksins í hverju horni....Jón Steinar, sem ætti auðvitað miklu frekar að vera í atvinnumensku í fótbolta sbr. frammistöðu með Lunch United, heldur en að dæma í Hæstarétti samkvæmt stefnuskrá Sjálfgræðgisflokksins.
Óhamingju Íslands verður allt að vopni....Flokkurinn með yfir 40% fylgi skv. nýjustu skoðanakönnunum....Vill fólk virkilega fá sama græðgispakkið aftur í stjórn??? Bjarna B. með allt niðrum sig í Sjóvá og Vafningi....Þorgerði Katrínu kúlulánadrottningu....og þannig má endalaust telja....fólk, sem aðeins hugsar um rassinn á sjálfum sér og að græða stórar fjárhæðir með sem minnstri fyrirhöfn, sama hvernig það er gert, siðlaust eða ólöglegt....svo fremi það ekki kemst upp. Dapurlegt.....afskaplega dapurlegt svo ekki sé fastara að orði kveðið.....
Bætist við aðra pólitíska óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.